Umhverfi
Enskuhúsin

Hótel við Langá, 311 Borgarnes  
S: 437 1826

Umhverfi

sjvar

 


Sjávarfoss er við hlið hússins og Skuggafoss í um 5 mín. fjarlægð. Um 15 mín. gangur er upp að svo-kölluðum Kattafossgljúfrum og um 30 mín að klettastapanum Glanna. Ofar við ána er hinn sérstæði foss Sveðja og Grenjadalur þar uppaf með góð rjúpnalönd og frábært útsýni yfir Borgarfjörð og Mýrar. Þá er ósasvæði Langár friðlýst sökum mikils fuglalífs og sérstæðs náttúrufars. Mýrastrandlengjan er einstæð á Íslandi með eyjar sínar og sker, allt frá Langárósi að Löngufjörum. Eldborg og Hítardal ættu jafnframt allir að skoða sem leið eiga um Mýrar.

Svæðið er vettvangur Eglu og Bjarnar sögu Hítdælakappa. Hér hefur hver þúfa sína sögu og í því sambandi ekki úr vegi að rifja upp kveðskap Leirulækjar-Fúsa eða hina mögnuðu draugasögu um Lækjar-Jón.


5b1a4a