Forsíða
Enskuhúsin

Hótel við Langá, 311 Borgarnes  
S: 437 1826

box1

Umhverfið

Sjávarfoss er við hlið hússins og Skuggafoss í um 5 mín. fjarlægð. Lesa nánar.
box2

Lambalækur

Hús byggt sem íbúðarhús að Galtarholti Borgarbyggð árið 1894. Nú nefnt Lambalækur. Lesa nánar.
box3

Sagan okkar

Pétur Pétursson snikkari á Langárfossi byggði húsið sem íbúðarhús fyrir sig og fjölskyldu sína árið 1884 að því talið er. Lesa nánar.

hus-338x220Ensku húsin hafa á undanförnum árum verið endurbyggð í upprunalegum stíl. Í elsta hluta hússins eru borðstofur ásamt eldhúsi, geymslum og starfsmannaaðstöðu. Á efri hæðinni, sem er nánast óbreytt frá árinu 1884, eru þrjú tveggja manna svefnherbergi með sameiginlegu baði. Setustofa er í viðbyggingu vestan megin við aðalhúsið en austan við er svefnálman. Þar eru sex tveggja manna herbergi með sér baði og tvö tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði. Alls er þannig gistipláss fyrir 22 í húsinu.

Notalegt þykir að sitja við kamínuna í setustofunni og spjalla saman án utanaðkomandi truflana á borð við útvarp eða sjónvarp. Eigi hinsvegar að stunda vinnu meðan á dvöl stendur hafa gestir aðgang að háhraða internettenginu.

Ef gestir óska er boðið upp á morgunverð, léttan miðdagsverð og kvöldverð.

Í setustofu er nokkurt safn gamalla enskra bóka sem er þess virði að glugga í. Safnið er frá tímum frú Kennard, enskrar konu sem eignaðist húsið árið 1923.

Ensku húsin standa við Langárósa á Mýrum í um 6 km fjarðlægð frá Borgarnesi, við þjóðveg nr 54, Ólafsvíkurveg.