Sagan okkar
Enskuhúsin

Hótel við Langá, 311 Borgarnes  
S: 437 1826

Sagan okkar

peturpetursson2Pétur Pétursson snikkari á Langárfossi byggði húsið sem íbúðarhús fyrir sig og fjölskyldu sína árið 1884 að því talið er. Var það á þeim tíma eitthvert reisulegasta hús í héraðinu. Pétur flutti um 10 árum síðar til Ameríku og seldi sr. Einari Friðgeirssyni bæði hús og jörð.

Presturaborg2Séra Einar prófastur á Borg bar á þeim tíma ægishjálm yfir Borgarfjörð og Mýrar, jafnt í andlegum sem veraldlegum efnum og var umsvifamikill kaupsýslumaður. Á þessum árum komu enskir veiðimenn til veiða við ána og höfðust jafnan við í tjöldum austan við ána hjá þeim veiðistað sem þeir nefndu Camp Pool, en kallast Dyrfljót í dag. Séra Einar keypti allan veiðirétt í Langá og leigði út til erlendra veiðimanna. Jafnframt breytti hann íbúðarhúsinu á Langárfossi í veiðihús. Árið 1902 seldi hann ána og veiðihúsið til aðalsmanns af frægri skoskri ætt, Oran Campell esq.

LordCampell1Lord Campell veiddi ána ásamt félögum sínum fram að fyrri heimstyrjöld. Um þann tíma er ekki mikið vitað, nema upplýsingar um heildarveiði frá og með árinu 1900 sem síðari eigendur hafa varðveitt og um 200 ljósmyndir teknar árið 1903 af enskum ljósmyndara sem hét Lamden og var sá veiðifélagi Campells. Veiði féll niður á meðan á stríðinu stóð og Lord Campell andaðist einnig á þeim árum.

Ensk hefðarfrú keypti síðan ána og veiðihúsið af dánarbúi hans árið 1923. Frú Kennard og veiðifélagar hennar komu með skipi frá Englandi um miðjan júní ár hvert. Frúin dvaldi þá sjálf yfirleitt allt sumarið með dætrum sínum, en í lok júlí eða byrjun ágúst voru hollaskipti veiðimanna, vorhópurinn fór og hausthópurinn kom og veiddi fram í september. Kennard  Þannig liðu árin undir stjórn frúarinnar sem byggði setustofu við húsið árið 1927. Kennard Fólkið í héraðinu talaði um frúna af mikilli lotningu og nefndi veiðihúsið og viðbyggingar þess ensku húsin. Starfslið frú Kennard samanstóð af ráðskonu, vinnustúlkum og leiðsögumönnum sem allt voru Íslendingar, en jafnframt hélt hún yfirleitt enska þjóna. Haustið 1939 skall síðari heimstyrjöldin á og frú Kennard bjó sig til vetursetu. Lét hún m.a. setja upp kabyssu í eldhúsið og bjó í haginn svo hún gæti dvalist við ána á meðan stríðið stæði. Breski sendiherrann lét hins vegar sækja hana og flytja til Englands ásamt öðrum breskum þegnum þá um haustið. Frú Kennard átti aldrei afturkvæmt í veiðihúsið við Langá og seldi árið 1944 umboðsmanni sínum hérlendis, Geir Zoega stórkaupmanni, veiðihúsið og veiðirétt sinn í Langá.

johannesgud1Geir hafði þá um árabil gætt hagsmuna frúarinnar og gjarnan dvalið langdvölum við ána með fjölskyldu sína. Á stríðsárunum sá hann um veiðiskap þar og tókust þá góð kynni með honum og bændunum við ána. Einn þeirra var Jóhannes Guðmundsson á Ánabrekku, þá ungur maður.

Jóhannes keypti veiðiréttindi Geirs og veiðihúsið í áföngum á árunum 1943 til 1967. Þessi kaup byggðust á lax- og silungsveiði-lögunum sem sett voru árið 1936, en þau veittu landeigendum rétt til að leysa til sín veiði á matsverði. Frá árinu 1960 hefur Jóhannes og síðar fjölskylda hans rekið veiðihúsið sem allt til ársins 1998 þjónaði ánni.

Nú hefur hins vegar verið byggt stærra hús til þeirra nota. Sögu stangveiða við Langá er hins vegar að finna í því húsi sem Pétur snikkari á Langárfossi byggði árið 1884.